mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sérstök klárhestamörk

6. janúar 2014 kl. 14:00

Lágmarkseinkunnir kynbótahrossa fyrir landsmót samþykktar.

Fagráð í hrossarækt hefur ákveðið lágmörk fyrir kynbótasýningar á landsmót 2014. Ákveðið var að setja sérstakar lágmarkseinkunnir fyrir klárhross, 10 stig lægri fyrir þau hross sem hljóta einkunnina 5,0 fyrir skeið á vorsýningum. Lágmörkin fyrir fjögurra og fimm vetra hross hækka hins vegar um 5 stig frá síðasta landsmóti.

Eftirfarandi lágmörk voru samþykktar:

Alhliðahross

Stóðhestar
7 vetra og eldri 8,35
6 vetra 8,30
5 vetra 8,20
4 vetra 8,05

Hryssur
7 vetra og eldri 8,25
6 vetra 8,20
5 vetra 8,10
4 vetra 7,95

Klárhross

Stóðhestar
7 vetra og eldri 8,25
6 vetra 8,20
5 vetra 8,10
4 vetra 7,95

Hryssur
7 vetra og eldri 8,15
6 vetra 8,10
5 vetra 8,00
4 vetra 7,85