föstudagur, 18. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sendiherrarnir 65.000

31. mars 2014 kl. 08:00

Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra Íslands í Þýskalandi skrifar grein í 3. tölublaði Eiðfaxa.

Áhrif íslenska hestsins á samband Íslands og Þýskalands.

Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra Íslands í Þýskalandi skrifar aðsenda grein í 3. tölublaði Eiðfaxa, þar sem hann fer m.a. yfir áhrif Heimsmeistaramótsins í Berlín.

 "Ég hef haft af því spurnir að einhverjir gesta, sem að heiman komu hafi orðið fyrir vonbrigðum, séð í hillingum að Þjóðverjar með sína skipulagsgáfu og efnahagslegan styrk hlytu að standa að móti með þvílíkum glæsibrag að öll önnur mót myndu falla í skuggann. Raunin var hins vegar sú að skipuleggjendum var þröngur stakkur sniðinn fjárhagslega og þurftu að sýna mikla hugvitssemi til að láta hlutina ganga upp. Opinberir aðilar í Þýskalandi áttu hér enga aðild. Frá mínum bæjardyrum séð tókst mótið með eindæmum vel. Áheyrendapallar þétt setnir alla daga, góð stemning á svæðinu og umfjöllun í þýskum fjölmiðlum mjög jákvæð. Hópreið að Brandenborgarhliði með Dorrit Moussaieff í broddi fylkingar og hátíðleg athöfn þar með þátttöku forseta Íslands og borgarstjóra Berlínar settu tóninn strax í upphafi."

Þessa grein má nálgast í 3. tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að panta áskrift í síma 511 6622 eða í gegnum tölvupóstfangið eidfaxi@eidfaxi.is