laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ás seldur

1. desember 2015 kl. 21:52

Sær frá Bakkakoti og Ás frá Ármóti. Mynd: armot.is

Gæðingur á leið úr landi.

Ás frá Ármóti hefur verið seldur til Hollands og er því að leið úr landi. Ás er í eigu Stoeterij frá Brunni þar sem hann mun sinna merum í framtíðinni. Þetta kemur fram á facebookar síðu Ármóts.

Ás er undan Sæ frá Bakkakoti og Bót frá Hólum en hann hlaut á sínum tíma 8,45 í aðaleinkunn þar af 8,75 fyrir hæfileika og 8,00 fyrir sköpulag. Hann hlaut m.a. 9,5 fyrir skeið og 9,0 fyrir fegurð í reið og vilja og geðslag. Margir muna eftir Ás þegar hann og Sær faðir hans tóku einn eftirminnilegasta skeiðsprett í manna minnum á Landsmóti á Vindheimamelum árið 2006.

Ás er fimmtán vetra og á skráð 255 afkvæmi. Hæst dæmda afkvæmi hans er Snævar-Þór frá Eystra-Fróðholti en hann hlaut í aðaleinkunn 8,41. Hann á 25 dæmd afkvæmi og af þeim hafa 11 hlotið fyrstu verðlaun.