þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sektaður fyrir illa meðferð á hrossum

3. nóvember 2009 kl. 09:55

Sektaður fyrir illa meðferð á hrossum

Héraðsdómur Suðurlands hefur sektað karlmann um 300 þúsund krónur fyrir slæma meðferð á hrossum sem hann hélt. Maðurinn var upphaflega ákærður fyrir að vanrækja aðbúnað, umhirðu og fóðrum á fjórum hrossum, ákæra vegna eins hrossins var dregin til baka, maðurinn var sýknaður vegna eins en sakfelldur vegna tveggja hrossa.

Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hafa farið með heyrúllur frá Árnessýslu um Þjórsárbrú og yfir í Ásahrepp í Rangárvallasýslu, en ekki er leyfilegt að flytja hey milli sauðfjárveikivarnarsvæða.

Fram kemur í dómnum, að maðurinn hafi árið 2006 verið sektaður um 700 þúsund krónur vegna illrar meðferðar á 11 hrossum.

Dóminn má sjá í heild sinni á vef héraðsdómstólanna með því að smella hér.

Meðfylgjandi mynd tengist fréttinni ekki á neinn hátt.

/mbl.is