föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sei Sei hættir

29. maí 2015 kl. 15:00

Jens, sem hefur verið í fremstu röð hestablaðamanna um árabil hefur tekið sér frí frá pennanum.

Hestablað leggur upp laupana.

Hestablaðið Seisei hefur lagt upp laupana. Það staðfestir Jens Einarsson, fyrrum ritstjóri þess, í samtali við Eiðfaxa.

Hestablaðið Seisei var fréttablað í dagblaðsformi sem kom fyrst út á haustdögum 2013 og var upphaflegt markmið að gefa út 20 blöð á ári og selja þau í lausasölu og áskriftum. Jens, sem hefur verið í fremstu röð hestablaðamanna um árabil og hefur þótt snjall og fær pistlahöfundur, hefur tekið sér frí frá pennanum og starfar nú sem næturvörður á hóteli.