laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Segull til Sviss

10. febrúar 2012 kl. 11:44

Segull til Sviss

Stóðhesturinn Segull frá Flugumýri II hefur verið seldur til Sviss.

Segull fór fyrir kynbótadóm sl. vor og hlaut þá glæsilegan dóm, 8,36 í aðaleinkunn þar af 8,51 fyrir kosti; einkunnina 9 fyrir hægt tölt, brokk, fet og fegurð í reið og einkunnina 9,5 fyrir tölt. Segull er undan Víði frá Prestsbakka og fyrstuverðlauna hryssunni Sif frá Flugumýri II. Kaupendur Seguls eru Sandra Weber og Markus Karrer.

Síðustu verkefni Seguls á fróni voru þáttaka hans í Meistaradeildinni því gæðingurinn flýgur út í næstu viku. Í fyrstu tveimur mótum deildarinnar sýndi Þorvaldur Árni Þorvaldsson Segul með glæsilegum árangri, var annar í fjórgangskeppninni og fjórði í gæðingafimi í gær.