föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Segi af mér formennsku"

29. ágúst 2015 kl. 14:38

Kristinn Skúlason í viðtali

Fréttatilkynning frá formanni Meistaradeildar í hestaíþróttum.

"Ágæta hestafólk, Ég Kristinn Skúlason hef ákveðið að segja af mér formennsku Meistaradeildar í hestaíþróttum.

Aðalfundur Meistaradeildar fer fram n.k mánudag 31.ágúst  kl 20:00 í Félagsheimili Fáks ég mun þá tilkynna það formlega og láta af störfum sem formaður.

Ég hvet alla þá sem hafa brennandi áhuga á starfi í þágu hestamennskunar að gefa sig fram til starfa í stjórn MD info@meistaradeild.is

Mikill metnaður er fyrir Meistaradeildinni, þar sem allra bestu knapar og hestar landsins keppa ár hvert um Meistaratitilinn.  Fjölmargir fylgjast vel með keppninni, og umgjörðin um deildina er á heimsmælikvarða.  Við erum stolt af því verki, mikil markaðsetning innanlands og erlendis hefur verið unnið og geta nú allir þeir sem vilja fylgjast með deildinni horft á  hana í beinni útsendingu í sjónvarpinu eða í gegnum netið í miklum gæðum þar sem Stöð2 sport hefur umsjón með útsendingum.

Ég hef verið formaður Meistaradeildar s.l fimm ár unnið með frábæru fólki sem hefur styrkt deildina til mikilla muna."

með kveðju, Kristinn Skúlason