sunnudagur, 22. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sátt við árangurinn

28. janúar 2011 kl. 15:18

Sátt við árangurinn

 

Annað árið í röð varð Hulda Gústafsdóttir í öðru sæti á Kjuða frá Kirkjuferjuhjáleigu í fjórgangskeppni Meistaradeildarinnar.

Hún var þó sátt með árangurinn. “Auðvita ætlaði ég að vinna en Loki er sterkur hestur og ég vissi það fyrirfram. Þeir voru þriðju í fyrra en núna hafði Siggi meiri tíma til að þjálfa hann. Það eru hlutir sem við Kjuði erum búin að vera að bæta sem voru að virka vel í dag eins og fet, þannig við töpum glöð.”

Innt eftir áhrifum Meistaradeildarinnar á hestamennskuna segir Hulda þau séu greinileg, miðað við mætingu kvöldsins. “Deildin breikkar flóruna. Í stað þess að öll mótin hrúgist á þrjá, fjóra mánuði á sumrin hefur Meistaradeildin lengt keppnistímabilið í hálft ár. Það er gott fyrir alla og gaman, það heldur keppendum á tánum og býður áhorfendum upp á fleiri tækifæri til að koma og skoða flotta hesta.”

Hulda og Kjuði munu snúa aftur á keppnisbrautina í Ölfushöll eftir tvær vikur, þegar keppni í Gæðingafimi fer fram.