mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sara og Díva sigurvegarar!

23. febrúar 2012 kl. 22:29

Sara og Díva sigurvegarar!

Sara Ástþórsdóttir og Díva frá Álfhólum fóru með glæsilegan sigur af hólmi í töltkeppni Meistaradeildar sem var um það bil að ljúka. Sara var vel að sigrinum kominn eftir að hafa heillað bæði áhorfendur og dómara með ótrúlegri sýningu á greiðu tölti, uppskáru þær 9,5 í einkunn!

John Kristinn Sigurjónsson og Tónn frá Melkoti urðu í öðru sæti og sigurvegari B-úrslita, Eyjólfur Þorsteinsson og Háfeti frá Úlfsstöðum fengu brons.

Lið Hrímnis vann töltskjöldin.

  1. Sara og Díva 8,72
  2. John og Tónn 8,06
  3. Eyjólfur og Háfeti 7,94
  4. Jakob og Árborg 7,83
  5. Artemisia og Óskar 7,78
  6. Hinrik og Smyrill 7,67