fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sara og Díva sigruðu í annað sinn

8. mars 2012 kl. 21:32

Sara og Díva sigruðu í annað sinn

Sara Ástþórsdóttir og Díva frá Álfhólum gerðu sér lítið fyrir og unnu annað sinn í röð í Meistaradeildinni þegar þær mörðu fram sigur í í firnasterkri slaktaumatöltskeppninni. Annar var Jakob Svavar Sigurðsson og þriðja Hulda Gústafsdóttir.

Slaktaumatöltsskjöldinn hlaut lið Ganghesta/Málningar en skjöldin hlýtur það lið sem er með hæstu stig úr forkeppni.

  1. Sara Ástþórsdóttir Ganghestar / Málning Díva frá Álfhólum 8,54
  2. Jakob Svavar Sigurðsson Top Reiter / Ármót Alur frá Lundum 8,29
  3. Hulda Gústafsdóttir Árbakki / Norður-Götur Sveigur frá Varmadal 8,00
  4. John Kristinn Sigurjónsson Hrímnir Tónn frá Melkoti 7,67
  5. Sigurður Sigurðarson Lýsi Gulltoppur frá Þjóðólfshaga 7,38
  6. Valdimar Bergstað Ganghestar / Málning Týr frá Litla-Dal 7,13

Með sigrinum skaust Sara upp í efsta sæti Meistaradeildina og er með 34 stig, Jakob er annar með 33 og Artemisia Bertus þriðja með 30 stig.