miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sannkölluð stórsýning í kvöld í Ölfushöllinni

24. apríl 2010 kl. 21:22

Sannkölluð stórsýning í kvöld í Ölfushöllinni

Þar verða 8 ræktunarbú sem kynna hross sín, fjöldi þekktra stóðhesta og hryssna og mörg af okkar fermstu klárhrossum og alhliða hrossum koma fram. Einvígi A-flokkshesta þar sem að Ómur frá Kvistum og Ás frá Ármóti keppast um hylli áhorfenda, afkvæmi Kjarnorku frá Sauðárkróki, afkvæmi Natans frá Ketilsstöðum, vökrustu hryssur landsins með skeiðsýningu, afkvæmi Kjarnveigar frá Kjarnholtum, stóðhestahópur frá Ketilsstöðum, Fjóla frá Kirkjubæ, eina afkvæmi Nátthrafns frá Dallandi, hæst dæmda 4 vetra hryssa ársins 2006, Sigurður Sigurðarson sýnir ræktun sína, Frosti frá Efri-Rauðalæk, Snæsól frá Austurkoti, Karítas frá Kommu systir Kappa frá Kommu, Staka frá Stuðlum ein af hæst dæmdu 4 vetra hryssum síðasta árs, Aría frá Sigtúni, Lokadís frá S-Garðshorni og margt fleira....


Sýning sem enginn sannur áhugamaður um hrossarækt lætur fram hjá sér fara!