sunnudagur, 20. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sannkallaður Þjóðhátíðardagur

17. júní 2015 kl. 10:00

Boeing 757-200 vél í eigu Icelandair Cargo.

Fyrsta flugvélin með hross flaug af landi brott í dag eftir verkfall.

Hátt í þrjúhundruð hross beið eftir að komast til nýrra heimkynna á meðan á verkfalli BHM stóð.

Útflutningur hófst aftur í dag, á þjóðhátíðardaginn, 17. júní og telur Eysteinn Leifsson hjá Exporthestum að vel hátt í 200 hross verði flutt á næstu tveimur vikum. "Það er viðeigndi að fljúga á Þjóðhátíðardaginn, þetta er sannkölluð þjóðhátíð," segir Eysteinn sem segir að frestun útflutnings hafi komið misilla við hrossaeigendur ytra.

,,Fólk hefur náttúrulega ekki fengið hrossin sín þegar þau vilja og hrossin því ekki farið í þau verkefni sem þeim hefur verið ætlað. Það hefur jafnvel haft keðjuverkandi áhrif varðandi áframhaldandi sölu, þjálfun og keppni."

Í öðrum tilfellum hefur þetta ekki skipt neinu máli og eru dæmi þess að fólk hafi ákveðið að bíða með flutning hrossa fram á haust.