miðvikudagur, 26. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Samstaða til árangurs

1. október 2012 kl. 14:38

Samstaða til árangurs

„Eitt af því markverðasta sem við Íslendingar höfum fram að færa er íslenski hesturinn. Hann er nátengdur búsetu okkar í landinu, menningu og sögu. Okkar sögu sem við erum enn að skrifa í dag með þeirri miklu þátttöku sem er í hestamennsku. Vegna þessa ber okkur skylda til þess að hafa forystu um öll þau mál sem tengjast íslenska hestinum. Hvernig ætlum við að fara að því?“ spyrja Þorvaldur Kristjánsson og Halldór Guðjónsson í greininni „Samstaða til árangurs – Framtíðarsýn á félagsmál hestamennskunnar“ sem nálgast má í 6. tölublaði Eiðfaxa.

Þar leggja þeir Þorvaldur og Halldór til að stofnuð verði ein heildarsamtök um hestamennskunnar og sameina þannig Félag hrossabænda og Landssamband hestamannafélaga.

Sitt sýnist þó hverjum um þær hugmyndir og leitaði Eiðfaxi ennfremur álits nokkurra einstaklinga sem koma að félagsmálum hestamennskunnar. Voru þeir beðnir um gefa álit sitt á stöðu félagskerfisins og þeim hugmyndum sem fram koma í grein Þorvaldar og Halldórs.

Lesið um félagskerfið í 6. tölublaði. Eiðfaxa.