miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Samspil manns og hests

odinn@eidfaxi.is
5. apríl 2014 kl. 12:46

Hleð spilara...

Vesturlandssýningin

Jakob S. Sigurðsson og Skýr frá Skálakoti voru síðasta atriðið á Vesturlandssýningunni. 

Skýr er 7 vetra alhliðahestur undan Sóloni frá Skáney og Vök frá Skálakoti. Skýr hefur hlotið m.a. 9.0 fyrir tölt, hægt tölt, fegurð í reið og vilja og geðslag en fyrir hæfileika er hann með 8.67 í einkunn. Skýr er ekki bara hæfileikaríkur heldur líka fallegur en hann er með 8.48 fyrir byggingu þar af 9.5 fyrir bak og lend. Í aðaleinkunn hefur hann hlotið 8.59

Guðný Margrét Siguroddsdóttir var með flott atriði á Vesturlandssýningunni sem haldin var síðustu helgi. Þar lék hún og Háfeti frá Hrísdal listir sínar og sýndu hvað er hægt að gera þegar traust ríkir á milli manns og hests.

Hér er myndband frá sýningu þeirra.