laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Samsettum eiginleikum skipt upp

31. mars 2015 kl. 16:00

Í dómum á línulegum skala er auðveldara að lesa út hverjir kostir og ókostir hvers ræktunargrips eru og með því auðveldar ræktendum val á kynbótagripum.

Umræða meðal fræðimanna um breytingar á kynbótadómum hrossa.

Það dómskerfi sem við þekkjum í sköpulagsdómi kynbótadómi hefur verið í þróun allt frá fyrri hluta síðustu aldar. Í ljósi niðurstaðna rannsókna á tengslum sköpulags og hæfileika gætu enn frekari breytingar litið dagsins ljós í náinni framtíð.

Eitt sem rætt hefur verið er að taka upp svokallað línulegt mat líkt og þekkist í unghrossamati og er við lýði þegar kýr eru dæmdar fyrir sköpulag. Í línulegu mati eru eiginleikar brotnir niður meira en í því kerfi sem nú er notað en í núverandi kerfi er ein einkunn gefin fyrir samsetta eiginleika og þeir útskýrðir nánar- með notkun krossa.

Í línulegu kerfi eru fleiri þættir dæmdir og þeim raðað á línu. Þar er hrossum gefin einkunn frá 1-5 á línulegum skala. Ekki er alltaf best að fá hæstu töluna fyrir einstaka eiginleika og sem dæmi er lengd baks dæmt þar sem of stutt bak fær 1 og of langt bak fær 5 í einkunn. Því er best að fá einkunnina 3 fyrir lengd baks þar sem ekki er gott að hafa bak hvorki of langt né of stutt.

Þessa grein má nálgast í 3. tbl. Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is