laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Samræmingarnámskeið HÍDÍ - 2010

16. febrúar 2010 kl. 14:55

Samræmingarnámskeið HÍDÍ - 2010

Nú er komið að fyrra samræmingarnámskeiði HÍDÍ sem haldið verður sunnudaginn  21. feb. 2010 norðan heiða í reiðhöllinni á Blönduósi. Námskeiðið hefst stundvíslega kl 9.00 árdegis og stendur til 17.00.

Við hvetjum alla íþróttadómara til að mæta með Lög og reglur LH, ásamt LEIÐARANUM.  Hægt að prenta út af www.lhhestar.is

Vinsamlegast mætið með Kr 12.000 í reiðufé þ.s. “posa” vél verður ekki á staðnum.

Seinna samræmingarnámskeiðið verður í Ingólfshöllinni Ölfusi, sunnudaginn 7.mars 2010 frá Kl 9.00 – 17.00.

Sjáumst hlýtt klædd og fersk.

Stjórn HÍDÍ