miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Samræma þarf kynbótadóma

26. desember 2014 kl. 12:00

Gunnar Sturluson, formaður FEIF.

Leiðum sameinuð saman hesta okkar, segir Gunnar Sturluson.

Nokkrir af forystumönnum hestamennskunar skrifa greinar í 12. tölublað Eiðfaxa. Gunnar Sturluson formaður FEIF gerir réttindi kynbótadómara meðal annars að umtalsefni sínu:

Í raun eru það eingöngu Íslendingar sem sjá um kynbótadóma hér á landi. Á meðan geta allir kynbótadómarar sem uppfylla menntunar- og hæfiskröfur FEIF skv. FIZO reglunum dæmt kynbótahross utan Íslands og er það allnokkur hópur fólks. Þetta veldur því að dómarar utan Íslands dæma færri hross árlega og fá ekki tækifæri til að vinna með íslenskum dómurum á Íslandi þar sem langflest hrossin koma til dóms. Af þeim 2281 kynbótahrossum sem komu til dóms á síðasta ári á grundvelli FIZO reglnanna voru 1.514 dæmd á Íslandi af íslenskum dómurum eða liðlega 66%. Gefur auga leið að hér er hætta á því að dómar þróist á ólíkan veg þar sem ekki er sami hópur dómara að vinna með hrossin.

Grein þessa má nálgast í 12. tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.