miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sameina þarf hestamenn

26. nóvember 2014 kl. 19:00

Stjórn LH 2014-2016 skipa, frá vinstri: Ólafur Þórisson, Eyþór Gíslason, Stella Björg Kristinsdóttir, Andrea Þorvaldsdóttir, Haukur Baldvinsson, Lárus Ástmar Hannesson og Jóna Dís Bragadóttir.

Lárus Ástmar Hannesson, nýkjörinn formaður Landssambands hestamannafélaga í viðtali.

Ný stjórn LH tók til starfa í byrjun mánaðarins, undir forystu Lárusar Ástmars Hannessonar.

Stjórnin er í nokkuð krefjandi stöðu enda tekur hún við nokkuð brotnu búi, eftir að fyrri formaður og stjórn sagði af sér og gekk út af Landsþingi vegna umdeildar ákvörðunar vegna Landsmóts 2016. Lárus segir ekki aðeins hreyfinguna vera að klofna, í raun séu hestamenn að skiptast í tvo hópa. „Annars vegar er það fólk sem nýtur þess að eiga hesta til að stunda útreiðar og hestaferðir. Það fólk pælir oft ekkert í mótum.“ Hins vegar séu þeir sem stunda hestamennsku helst vegna íþróttarinnar og mótanna. Færa þarf þessa tvo hópa nær hvor öðrum. „Ég fór fyrst á Landsmót á Þingvöllum 1978. Þá virtust allir hestamenn, hvernig sem þeir nálguðust hestamennskuna, sækja mótið með fjölskyldum sínum.“

Viðtal við nýjan formann LH má nálgast í 11. tölublaði Eiðfaxa.. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.