fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lagt til að sameina LH og FHB

10. október 2014 kl. 15:42

Frá Víxlu reiðhallar Spretts.

Vilja sækja í norskar fyrirmyndir.

Hestamannafélagið Sprettur leggur til að sameina Landssamband hestamannafélaga (LH) og Félag hrossabænda (FHB) í ein heildarsamtök hestamanna. Tillaga þeirra verður lögð fyrir Landsþing LH. 

Í greinargerð, sem fylgir tillögunni, segir að staða hrossabænda er allt önnur en þekkist í öðrum búgreinum, og eiginleg aðgreining ræktenda og „neytenda“ í hestamennsku eigi því ekki við.  „Ein heildarsamtök hestamennsku og hrossaræktar yrðu mun öflugri sem málsvari greinarinnar inn á við sem út á við og gagnvart markaðsókn hestsins hér á landi og erlendis. Aukin skilvirkni næðist í yfirstjórn og öflugra skrifstofuhald. Gerður yrði samningur milli hinna nýju heildarsamtaka hestamennskunnar, ríkisvaldsins og annarra þeirra aðila er málið varðar samfara því að verkefni sviði hrossaræktar færðust til hinna nýju heildarsamtaka. Fjölmargar fyrirmyndir er að finna hjá nágrannlöndum okkar hvað sambærileg landssamtök þessum varðar, jafnvel eru þar reknar öflugar stofnanir með sjálfseignarfyrirkomulagi eins og t.d. Norsk Hestesenter. Þar má sækja mikilvægar fyrirmyndir.“