fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sameiginlegt vetrarmót Háfeta og Ljúfs

26. febrúar 2014 kl. 21:51

Knapar á Landsmóti

Í fyrsta skipti verður flokkaskipting

Hestamannafélögin Háfeti í Þorlákshöfn og Ljúfur í Hveragerði og Ölfusi halda sameiginleg vetrarmót. Fyrsta mótið verður haldið í reiðhöll Háfeta á föstudaginn og hefst kl. 20.00. Keppt verður í þrígangi og er skráning á staðnum milli kl. 19 og 19.45;

Í fyrsta skipti verður flokkaskipting, það er að segja karlaflokkur og kvennaflokkur.  Skráning verður á staðnum og er skráningagjald 2000 kr fyrir hestinn, frítt fyrir börn og unglinga.  Stigakeppnin verður ekki sameiginleg hjá félögunum heldur verður sigurvegari hvers félags verðlaunaður á lokamóti. Einn inná í einu. Hver knapi velur þrjár gangtegundir til að sýna (fet, tölt, brokk, stökk og skeið).

Í úrslitum hefja allir leik og ríða tölt, brokk og fet.  Fólk kýs svo hvort það vilji ríða stökk og þá gilda þrjár bestu einkunnir og það sama á við um skeið.
 
Karlaflokkur
Kvennaflokkur
Ungmennaflokkur
Unglingaflokkur
Barnaflokkur
Pollar

(Ef þátttaka í yngri flokkum er lítil verða úrslit hugsanlega sameinuð en verðlaun veitt fyrir hvern flokk)