miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Samanburðarárgangar vaxa úr grasi

24. nóvember 2014 kl. 12:09

Forsetin ræðir við dr. Bettinu Wagner um leið og hann heilsar upp á íslensku hrossin sem búsett eru við Cornell háskóla í New York. Mynd/Árni Sigurjónsson

Forseti Íslands kynnti sér sumarexemrannsóknir á íslenskum hestum í Bandaríkjunum.

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson heimsótti um helgina rannsóknarstöð dýralæknadeildar Cornell háskóla í Bandaríkjunum þar sem stundaðar eru rannsóknir á íslenskum hestum.

Miklar væntingar eru gerðar til þessarar viðamiklu rannsóknar á sumarexemi í hrossum en þátttakendur tilraunarinnar eru 15 íslenskar hryssur,- stóðhestur og þrír systkinaárgangar undan þeim.

Markmið rannsóknanna er að finna orsakir ofnæmis og þróa í kjölfarið greiningaraðferðir og leggja grundvöll að þróun lyfja sem komið geta í veg fyrir exemið.

Dr. Bettina Wagner, sem stýrir tilrauninni, hélt fræðsluerindi hér á landi á dögunum og í 11. tölublaði Eiðfaxa sem kemur út á morgun má nálgast grein um rannsóknina og viðtal við Bettinu.