föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

“Saman á Melunum “

30. júlí 2019 kl. 12:00

Söguleg stund - Nýjir rásbásar notaðir í fyrsta sinn

Skemmtileg frétt af hestamönnum í Eyjafirði!

 


Um síðustu helgi fór fram Melgerðismelum í Eyjafirði hátíðin “saman á Melunum”
Þetta var samstarfsverkefni Hestmannafélaganna Léttis og Funa og uppleggið var að vera saman á melunum, njóta alls þess sem Melgerðismelar hafa uppá að bjóða sem útivistarparadísar fyrir hestamenn.


Inn í þá dagskrá var blandað léttri mótadagskrá sem samanstóð af töltkeppni þar sem keppnisknapar okkar og reynsluboltar dæmdu og gerður það listavel svo eftir var tekið, sem og sá stórviðburður að vígðir voru nýjir startbásar Hestamannafélaganna Léttis og Funa. Má segja að 25 ára draumur okkar hestamanna á Akureyri og í Eyjafirði fram um startbása hafi loksins, loksins ræst. Skráningargjöldum var haldið í algjöru lágmarki og aðeins eitt málamyndargjald á hvern knapa, óháð fjölda keppnisgreina og gaman að segja frá því að þarna komu til keppni, kappar og kempur sem sjaldan sjást á keppnisbrautinni og stóðu sig dável.


Eftir helgina er það altalað hér um slóðir hvað vel hefur tekist til um smíði og hönnun startbásana sem þeir Léttisfélagarnir, Birgir Árnason og Gunnar Óli Vignisson báru hitann og þungan af. Básarnir eru frábærlega vel hannaðir og smíðaðir af þeim félögum svo ekki verður betur gert.
Ljóst að með tilkomu startbásanna er vonandi að renna upp ný saga kappreiða í skeiðgreinum sem og öðrum hlaupagreinum hér um slóðir og spennandi tímar framundan. 


Hestamannafélagið Funi stóð svo fyrir kynningu á Trec íþróttinni og er það frábært að sjá áhuga Funamanna á greininni og öðrum félögum í landinu til eftirbreytni. 


Þessi helgi okkar hestamanna á Melgerðismelum var alveg frábær í alla staði, veðrið lét við gesti, veitingar allar hinar mestu og bestu, matmikil kjötsúpa á föstudagskvöldinu, morgunmatur á laugardag og sunnudag, vöfflukaffi og kakó sem og heljarinnar grillveisla á laugardagskvöldinu eftir sameiginlegan reiðtúr, sem og kvöldinu var svo sluttað með varðeldi og einmitt þá kom berlega í ljós að nafn hátíðarinnar “saman á melunum” var fullkomnað.


Ljóst er að sú hugsun mótshaldaara að fá fólk til að njóta og vera saman tókst þessa helgi og gefur einungis góð fyrirheit um frekara og nánara samstarf félaga í framtíðinni.

Þónokkuð var um að menn riðu til hátíðarinnar og gaman að geta þess að nú er komin frábær reiðvegur alla leiðina frá Akureyri að Melgerðismelum ásamt góðum áningarstöðum víða á leiðinni sem gefur góð fyrirheit um aukna notkun á Melgerðsimelum sem útivistarparadísar fyrir hestamenn í komandi framtíð.

 

Úrslit 
Tölt T7.
1. Auður K Auðbjörnsdóttir /Safír frá Skúfslæk eink. 6.42.
2. Hjörleifur H Sveinbjarnarson/Glóð frá Dalvík eink. 6.25.
3. Anna K Auðbjörnsdóttir/Mist frá Efra Fróðholti. Eink 5.67.
4. Ævar Hreinsson/Styrmir frá Fellshlíð eink. 5.67.
5. Örvar Freyr Áskelsson / Prins frá Garðshorni eink. 5.58.

Tölt T3.
1. Guðmundur Karl Tryggvason/Björt Akureyri eink 6.67.
2. Elín Margrét Stefánsdóttir /Kuldi frá Fellshlíð eink 6.50.
3. Andrea M Þorvaldsdóttir/Teista frá Akureyri eink 6.44.
4. Auður K Auðbjörnsdóttir/Eldar frá Efra Holti eink 6.33.
5. Selina Bower/Sprengja frá Litla Garði eink 6.11.

250 metra skeið.
1. Svavar Örn Hreiðarsson /Bandvöttur frá Miklabæ tími 24.41
2. Andrea Margrét Þorvaldsdóttir/ NN tími 32.31.

150 metra skeið.
1. Höskuldur Jónsson/Sif frá Sámsstöðum tími 14.52.
2. Stefán Birgir Stefánsson Sigurdís frá Árgerði tími 14.95.
3. Stefán Birgir Stefánsson/ Vaka frá Árgerði tími 14.99.

100 metra skeið.
1. Svavar Ö Hreiðarsson/ Bandvöttur frá Miklabæ tími 8.01.
2. Svavar Ö Hreiðarsson/ Skreppa frá Hóshúsum tími 8.12.
3. Höskuldur Jónsson/Sif frá Sámsstöðum tími 8.57.

300 metra stökk.
1. Hulda S Þórisdóttir/Mánadögg frá Rifkelss ttimi 23.13.
2. Hulda Sigurðardóttir/Vonarstjarna frá Möðruf. tími 25.27.
3. Bergþór Bjarmi Ágústsson/Jóbjörg frá Grund tími 25.46.

300 metra brokk.
1. Örvar F Áskelsson/Randver frá Garðshorni tími 46.91. 
2. Sólveig Heiða/Sókrates frá Dalvík tími 48.12.

Eftirtalin fyrirtæki studdu hátíðina og færum við þeim bestu þakkir fyrir.
MS - Kjarnafæði - Nói Síríus – Lífland – Gæðaegg Hranastöðum – Bautinn – Matur og Mörk – Sílastaðir Axelsbakarí.

 

Fréttin er fengin af facebook-síðu Hestamannafélagsins Léttis