mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sagan af Krafti

24. september 2013 kl. 12:00

Sagan á bakvið þennan hest er bæði falleg og örlagarík þar sem bæði hafa skipst á skin og skúrir

Kraft frá Efri–Þverá þekkja flestir.  Hann sló heimsmet Illings frá Tóftum þegar hann varð hæst dæmdi hestur heims í flokki fjögurra vetra stóðhesta árið 2006.  Nú sjö árum síðar keppti hann á Heimsmeistaramótinu í Berlín þar sem hann lenti í fjórða sæti í fimmgangi og því sjötta í slaktaumatölti. Sagan á bakvið þennan hest er bæði falleg og örlagarík þar sem bæði hafa skipst á skin og skúrir

“Það má ekkert klikka í þessum bransa, við vorum bara krakkar þegar við eignuðumst Kraft. Brekkudómarar eru töluvert harðari en dómararnir í skúrnum og afbrýðisemi  er aldrei langt undan. Kannski hefðum við aldrei átt að koma aftur með Kraft í sýningu eftir fjögurra vetra dóminn eða mögulega taka þeim tilboðum sem komu í hestinn árið 2006 en það er vegferðin sem kennir svo margt,“

Lesið söguna um Kraft í nýjasta tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi af Eiðfaxa í síma 511-6622 eða eidfaxi@eidfaxi.is

 

Dagurinn áður en Kraftur fór út