miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Saga Sleipnis í 75 ár

4. september 2013 kl. 17:26

Hestamannafélagið Sleipnir var stofnað árið 1929. Hér er mynd frá Firmamóti félagsins. Mynd/Hestamannafélagið Sleipnir

Heimildarmynd aðgengileg á netinu.

Saga hestamannafélagsins Sleipnis er fönguð í heimildarmynd sem nú er aðgengileg á netinu. Í myndinni, sem ber nafnið Sleipnir 75 ára, er rakin saga félagsins í máli, ljósmyndum, viðtölum og brotum úr kvikmyndum Gísla Bjarnasonar og Páls Jónssonar.

Marteinn Sigurgeirsson sá um handrit, myndatöku og klippingu heimildarmyndarinnar sem er 55 mínútur á lengd og má nálgast HÉR.