þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Saga Hestamannafélagsins Harðar

11. október 2013 kl. 16:02

Hestamannafélagið Hörður

Hægt að kaupa bókina í forsölu en hún kemur út í nóvember

Helgi Sigurðsson dýralæknir og sagnfræðingur hefur lokið við að skrifa sögu Hestamannafélagsins Harðar og kemur bókin út í nóvember. Með bókinni fylgir geisladiskur með gamalli myndbandstöku frá kappreiðum á Arnarhamri árið 1953.

Við viljum bjóða þér að kaupa bókina í forsölu á 7.500 kr., en þá um leið styður þú útgáfu bókarinnar og verður nafn þitt þar með prentað í bókina á lista yfir stuðningsmenn útgáfunnar.

Til að komast á þennan lista þarftu að senda tölvupóst á hordur@hordur.is og við munum senda þér greiðsluseðil í heimabankann með gjalddaga 20.október  2013, en þá rennur út frestur okkar til að skila útgefandanum lista yfir stuðningsmenn bókarinnar.  Ef þú ert ekki með heimabanka eða kýst að greiða bókina með öðrum hætti er þér bent á að hafa samband við starfsmann félagsins Rögnu Rós í síma 866 3961 og hún mun hjálpa þér áfram með aðra greiðslumöguleika.

Þetta hefur verið mikið verk sem tekið hefur þrjúár að vinna.  Bókin verður mjög vegleg og prýdd um 300 ljósmyndum.