laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sænskur knapi í tveggja ára bann

6. júlí 2010 kl. 12:01

Sænskur knapi í tveggja ára bann

Á heimasíður sænska íslandshestasambandsins og bannlista FIEIF er búið að birta úrskurð vegna keppnisbanns eins landsliðsknapa í sænska liðinu. Madelen Johanson hlaut ríflega tveggja ára bann sem rennur út 31. júlí árið 2012.  Ekki er þess getið hvað nákvæmlega í hverju brotið var fólgið en vísað til alvarlegra áverka á hesti viðkomandi knapa.