laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sænska meistaramótið vel heppnað!-

11. júlí 2010 kl. 23:21

Sænska meistaramótið vel heppnað!-

Sænska meistaramótið var í ár haldið á Himmelstalundsbanan í Norrköping, sama stað og HM var haldið á fyrir fimm árum síðan. Eins og vanalega þegar félagið Dyggur sér um mót, var þetta mót vel heppnuð hátíð Íslands-hestamanna. Frábært veður setti svo púnktinn yfir i-ið og gerði mótið ógleymanlegt.
Guðmundur Einarsson sigraði gæðingaskeiðið á Sprota frá Sjávarborg og sló sitt persónulega met sem var 8,61 og fór í 8,79.
Fjórganginn sigraði Nina Keskitalo á stóðhestinum Arð frá Lundum með einkunnina 6,87. Gaman að sjá Nínu aftur komna á fulla ferð með sína fínu reiðmennsku.
Josefin Birkbro og Kjarni frånWallberg sigruðu fimmganginn með frábærri einkunn, 7,60. Frábær árangur hjá knapa sem er á fyrsta ári í fullorðinsflokk.
Hápunktur mótsins var að sjálfsögðu sigur Denna Haukssonar í tölti T1 á hryssu úr eigin ræktun, Flipadótturinni Venus från Hocksbo með einkunnina 7,50. Í öðru sæti varð Johan Häggberg á hryssu sinni, Sigurrós från Lilla Årnebo með einkunnina 7,17 . Í þriðja sæti varð svo Johanna Elgholm á Odd från Mörtö.