föstudagur, 18. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sænska Landsliðið

8. júlí 2019 kl. 13:30

Magnús Skúlason og Valsa från Brösarpsgården.

Ósætti meðal Svía um landsliðsval, Sænski meistarinn í tölti skilinn eftir. Daníel Jónsson með tvö kynbótahross og sýnir því að öllum líkindum ekki kynbótahross fyrir Íslandshönd á HM

 

Um helgina fór fram Sænska meistaramótið, en öll úrslit mótsins má nálgast á LH Kappa. Svíar notuðu Sportfeng við tölvuvinnslu á mótinu og er það vel ef fleiri lönd nýta sér Sportfenginn með tilheyrandi auðveldun á upplýsingaflæði milli landa varðandi niðurstöður móta.

Að mótinu loknu var Sænska landsliðið tilkynnt en það er vel skipað eins og við var að búast og er til alls líklegt á heimsmeistaramótinu.
Eiðfaxa hafa þó borist ábendingar um ósætti meðal hestaunnanda í Svíþjóð sem skilja ekki í því að Maria Berg sé varaknapi. Maria og Toppur frá Auðsholtshjáleigu urðu um helgina Sænskir meistarar í tölti T1 með einkunnina 8,50.

Erlingur Erlingsson er með þrjú kynbótahross af þeim sex sem skráð eru til sýninga á HM fyrir Svíþjóð. Einnig vekur það athygli að Daníel Jónsson er skráður sem knapi á tveimur hrossum fyrir Svía, en það bendir til þess að hann sýni ekki fyrir hönd Íslands á HM, þar sem strangar reglur gilda um einangrun Íslensku landslið-hestanna.

Svíar senda tvo fimm vetra stóðhesta en enga fimm vetra hryssu. En samkvæmt reglunum mega aðildarlönd senda sex kynbótahross á HM og hámark tvö í hvern flokk.

Liðið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Kynbótahross

7.vetra stóðhestar og eldri; Fengur frá Backome, aðaleinkunn: 8,65. Knapi Vignir Jónasson

7.vetra hryssur og eldri; Garrdís frá Solbacken, aðaleinkunn: 8,69. Knapi: Erlingur Erlingsson

6.vetra stóðhestar; Vísir frá Tavelsjö, aðaleinkunn: 8,62, Knapi: Erlingur Erlingsson

6.vetra hryssur; Tíbrá frá Knutshyttan, aðaleinkunn: 8,37 knapi: Erlingur Erlingsson

5.vetra stóðhestar; Kolgrímur Grímsson frá Gunvarbyn, aðaleinkunn 8,55 knapi: Daníel Jónsson

5.vetra stóðhestur; Náttfari frá Hunvarbyn, aðaleinkunn 8,31 knapi: Daníel Jónsson

Fullorðnir

Magnús Skúlaskon Ríkjandi heimsmeistari

Clara Olsson Ríkjandi heimsmeistari

Vignir Jónasson og Viking frá Österaker

Eyjólfur Þorsteinsson og Háfeti frá Úlfsstöðum

Kristján Magnússon og Óskar frá Lindeberg

Caspar Hegardt og Oddi frá Skeppargarden

Jessica Rydin og Rosi frá Litlu-Brekku

Daníel Smárason og Hulda frá Margareterhof

Helena Kroghen og Tumu frá Borgarhóli

Varaknapi: Maria Berg og Toppur frá Auðsholtshjáleigu

Ungmenni

Jack Eriksson og Milla frá Amor eða Yggdrasil frá Jarde.
Hann hefur náð góðum árangri í T2 með bæði þessi hross og er Sænskur meistari í T2

Yrsa Danielsson og Hector frá Sundsby
Vann gull í tölti, fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum

Isa Norén og Hektor frá Bratorps Gard
Keppa í fimmgangsgreinum

Elsa Teverud og Bíða frá Ríp
Keppa í skeiðgreinum

Hanna Österberg og Vespa frá Bolandet
Keppa í skeiðgreinum