þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sænska gæðingameistaramótið

25. ágúst 2019 kl. 13:47

Þórálfur frá Prestsbæ er á meðal þeirra hesta sem finna má á þátttökulistanum

210 pör eru skráð til leiks sem er mettþátttaka

 

 

Þó svo að þátttaka í gæðingakeppni hér heima á Íslandi sé oft á tíðum lítil, sérstaklega árin á milli landsmóta, þá er ekki sömu sögu að segja í Svíþjóð. Sænska meistaramótið í gæðingakeppni verður haldið helgina 5.-8. september í Norrköping.

Metþáttaka er í mótinu og eru alls 210 pör skráð til keppni sem er til marks um uppgang keppninnar þar í landi. Mikil breidd er í keppnisknöpum á mótinu en á þátttökulistanum má finna allt frá börnum upp í þátttakendur á síðastliðnu heimsmeistaramóti.

Þessi aukna þátttaka á gæðingamótum í evrópu ætti að opna markaði fyrir keppnishesta í þær greinar. En oft hefur verið rætt um það að ástæða lítillar þátttöku í gæðingakeppni sé sú að ekki er markaður fyrir þá hesta.

Upplýsingar um þátttakendur má finna á LH kappa appinu en Svíar hafa tekið upp notkun á því í sumar, sem er vel.