sunnudagur, 22. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sæli í Bakkakoti í Hestablaðinu

18. janúar 2011 kl. 13:18

Ársæll Jónsson í Eystra-Fróðholti ræktar hross útaf Ófeigi 882 frá Flugumýri.

Þarf ekki að halda sér í faxið

Í Hestablaðinu, Hestar og hestamenn, sem kemur út á fimmtudaginn, er viðtal við hinn sérstæða persónuleika og bónda Ársæl Jónsson í Eystra-Fróðholti. Betur þekktur sem Sæli í Bakkakoti. Þar segir Ársæll frá hrossarækt sinni. Hann ræktar hross út af Ófeigi frá Flugumýri. Flaggskip hrossaræktarinnar er Sær frá Bakkakoti, sem er efstur heiðursverðlaunahesta í kynbótamati. Ársæll segist hafa lagt meiri áherslu á skyldleikarækt í seinni tíð, hann sé ekki hræddur við hnignun, þvert á móti virðist skyldleikinn gefa betri hross. Hann segis alls ekki ælta að leggja áherslu á að rækta inn meiri prúðleika á fax og tagl. Jafnvægið á hestbaki sé ennþá ágætt og hann þurfi ekki að halda sér í faxið.