miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

,,Sæl nú helvíta kerlingin, er bölvaður karlinn heima?“

13. desember 2013 kl. 16:00

John Coghill ásamt góðvinum sínum, þeim Andrési Fjaldsteð óðalsbónda á Hvítárvöllum og Johanni Hallberg hótelstjóra á Hótel Íslandi

Hrossakaupmaðurinn Coghill

Skoski hrossakaupmaðurinn Coghill þótti reiðfantur mikill, blótsamur og kvenhollur en sanngjarn í viðskiptum – og borgaði alla sína gripi í klyngjandi góðmálmum. Hægt er að lesa ítarlega grein um þennan mikla kaupmann í Jólablaði Eiðfaxa sem kemur í næstu viku. 

"Coghill skildi íslensku mætavel en náði aldrei að tala hana nema rétt sæmilega. Þó kunni hann flest íslensk blótsyrði og var haft fyrir satt að hann talaði aldrei svo íslensku að ekki fylgdi því eitthvert bölv. Þótti sumum víst nóg um en samt fyrtust menn ekki við að ráði því sjaldan lá slæmt að baki. Þannig ávarpaði Coghill húsfreyjur oft með orðunum „sæl nú helvíta kerlingin, er bölvaður karlinn heima?“"

Jólablað Eiðfaxa er stútfullt af áhugaverðu efni fyrir hestamanninn. Blaðið er á leið til áskrifenda en hægt er að panta áskrift í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.