mánudagur, 19. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sæðingastöðin á Dýrfinnustöðum

28. júlí 2011 kl. 15:30

Sunnlensk hross í haga.

Tókst að sæða með fersku sæði milli landshluta

Sæðingar á Sæðignastöðinni á Dýrfinnustöðum í Skagafirði hafa gengið vel í vor og sumar. Höskuldur Jensson, dýralæknir og forstöðumaður stöðvarinnar, segir að ekki sé búið að taka endanlega saman fjölda sæddra hryssna og fanghlutfall. Hann segir það þó sína tilfinningu að fanghlutfallið sé svipað og undanfarin ár.

Tilraun var gerð í sumar með að flytja ferskt sæði á milli Suður- og Norðurlands; frá Sandhólaferju í Dýrfinnustaði og vis/versa. Nokkrar hryssur voru sæddar með þessu sæði og fyl hefur verið staðfest í hluta þeirra. Höskuldur segir að þeir séu nú að sæða síðustu hryssurnar á þessu tímabili og ítarlegri upplýsingar ættu að liggja fyrir eftir fáeinar vikur.