laugardagur, 17. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sæðingastöð opnuð á Sandhólaferju 15. maí

12. apríl 2011 kl. 09:58

Guðmar Aubertsson og Jakobína Agnes Valsdóttir eru í viðtali í Stóðhestablaði Hestablaðsins.

Viðtal við Guðmar og Jakobínu í Stóðhestablaði Hestablaðsins

Guðmar Aubertsson og Jakobína Agnes Valsdóttir opna nýja sæðingastöð á Sandhólaferju í Rangárþingi 15. maí. Undanfarin þrjú ár hafa þau verið með umfangsmikið stóðhestahald og verið með tíu til fimmtán stóðhesta í hólfum fyrir ýmsa aðila. Á þriðja hundrað hryssna festi fang á Sandhólaferju í fyrra.

Í fyrrasumar voru gerðar tilraunir með sæðingar og fósturvísaflutninga á Sandhólaferju í samvinnu við doktor Petru Koblichke, sem er þýskur dýralæknir sem hefur sérhæft sig í tæknifrjóvgunum hrossa. Tilraunin tókst svo vel að Guðmar og Jakbobína ákváðu að stíga skrefið til fulls og opna alvöru sæðingastöð.

Í Stóðhestablaði Hestablaðsins sem kemur út á föstudag er viðtal við þau Guðmar og Jakobínu. Tryggðu þér frítt eintak inn um lúguna með því að gerast áskrifandi að Hestablaðinu í síma 511-6622.