föstudagur, 18. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

RÚV sendir út frá LM

27. júní 2016 kl. 08:45

Boðið verður upp á bæði samantektarþætti og beinar útsendingar.

RÚV mun fylgjast vel með landsmóti hestamanna á Hólum í komandi viku og boðið verður upp á bæði samantektarþætti og beinar útsendingar. 
Á miðvikudag og fimmtudag verða samantektarþættir að loknum tíufréttum sjónvarps og á föstudag og laugardag verða beinar útsendingar á RÚV og RÚV2 frá nokkrum af helstu hápunktum mótsins. LM dagskrá RÚV er eftirfarandi:

 

Mið. 29.06.: Samantekt kl. 22:20 RÚV
Fim. 30.06.: Samantekt kl. 22:20 RÚV 
Fös. 01.07.: Bein útsending 
kl. 17:00-18:00 150 og 250 m skeið RÚV
kl. 20:00-21:30 B- úrslit A flokkur gæðinga og A úrslit í tölti RÚV2
Lau. 02.07.:
 Bein útsending
kl. 10:00-12:15 A úrslit í barna, unglinga og ungmennaflokki RÚV
kl. 17:00-18:00 100 m skeið RÚV
kl. 19:00-21:30 A úrslit í B og A flokki gæðinga RÚV2

 

Þriðjudaginn 18. júlí verður svo sendur út samantektarþáttur af öllu mótinu að loknum tíufréttum kl. 22:20. Um dagskrárgerð samantektarþátta sjá þeir Gísli Einarsson og Óskar Þór Nikulásson, en lýsandi í beinum útsendingum verður Hulda G. Geirsdóttir.