mánudagur, 17. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rúnar Bragason fjórgangsmeistari

10. maí 2015 kl. 12:03

Rúnar Bragason hafði ærna ástæðu til að brosa. Hryssan er Krás frá Árbæjarhjáleigu II.

Mjótt á munum í fjórgangskeppni 2. flokks á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks.

Sigurvegari B-úrslita, Fáksfélaginn Rúnar Bragason á Krás frá Árbæjarhjáleigu II, sigraði A-úrslit í fjórgangskeppni 2. flokks eftir spennandi úrslitarimmu. Hann varð jafnframt Reykjavíkurmeistari en lokaeinkunn hans var 6,57.

Önnur varð Hrafnhildur Jónsdóttir á Krafti frá Keldudal með 6,53 í lokaeinkunn. Rósa Valdimarsdóttir á Íkoni frá Hákoti hlutu brons.

1 Rúnar Bragason / Krás frá Árbæjarhjáleigu II 6,57
2 Hrafnhildur Jónsdóttir / Kraftur frá Keldudal 6,53 ...
3 Rósa Valdimarsdóttir / Íkon frá Hákoti 6,37
4 Petra Björk Mogensen / Sigríður frá Feti 6,30
5 Brynja Viðarsdóttir / Kolbakur frá Hólshúsum 6,17
6 Gunnhildur Sveinbjarnardó / Skjálfti frá Langholti 6,13