miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rúna Einarsdóttir-Zingsheim á fræðslukvöldi í Borgarnesi

2. mars 2010 kl. 09:26

Rúna Einarsdóttir-Zingsheim á fræðslukvöldi í Borgarnesi

Félag tamningamanna, í samstarfi við Félag hrossabænda, stendur fyrir fræðslukvöldi í félagsheimili Skugga í Borgarnesi nk. föstudagskvöld, 5. mars kl. 19. Þar mun hinn heimsþekkti knapi og þjálfari Rúna Einarsdóttir - Zingsheim, sem búsett er í Þýskalandi, flytja fyrirlestur um þjálfun hrossa, m.a. með tilliti til mismunandi áherslna á milli Íslands og meginlands Evrópu, auk þess sem hún mun svara fyrirspurnum gesta um hvaðeina er reiðmennsku og þjálfun varðar. Rúna er gríðarlega reynslumikil og hefur náð frábærum árangri í hestaíþróttum og sýningum í gegnum tíðina.

Allir eru velkomnir, kaffiveitingar á staðnum. Aðgangseyrir er kr. 1.000, frítt fyrir skuldlausa FT félaga og frítt fyrir 12 ára og yngri.
 
*Þess má geta að Rúna verður einnig þátttakandi í kennslusýningunni "Hestanálgun" í Rangárhöllinni á Hellu sunnud. 7. mars nk. kl. 13.