miðvikudagur, 26. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rúna Einarsdóttir flutt heim til Íslands

13. september 2012 kl. 14:37

Rúna Einarsdóttir er einn virtasti knapi og þjálfari á íslenskum hestum í FEIF löndunum. Hér situr hún Frey frá Nordsternhof á HM2009 í Sviss.

Hún og Karly Zingsheim slitu samvistum fyrr á þessu ári. Rúna er í viðtali í næsta tölublaði Hestablaðsins.

Rúna Einarsdóttir er flutt heim til Íslands ásamt fjórtán ára dóttur sinni, Önnu Bryndísi Zingsheim, eftir tuttugu og eins árs vist í Þýskalandi. Rúna og fyrrum eiginmaður hennar, Karly Zingsheim, slitu samvistum fyrr á þessu ári.

Heimkoman var þó ekki áfallalaus. Í vikunni sem Landsmót hestamanna í Reykjavík var haldið lenti Rúna í bílslysi með þeim afleiðingum að nokkrir liðir í hálsi og hrygg brákuðust. Hún fór í aðgerð í Þýskalandi í ágúst og er nú á góðum batavegi. Hún má þó ekki fara á hestbak fyrr en eftir nokkra mánuði.

Rúna, sem er búsett í Garðabæ, segist ánægð með að vera komin heim, þótt hún eigi áreiðanlega eftir að sakna ýmislegs frá Þýskalandi, eins og góða veðursins og þeirrar frábæru aðstöðu til að þjálfa hesta sem hún bjó svo lengi við.

Rúna er í viðtali í næsta tölublaði Hestablaðsins.