föstudagur, 15. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rúna Einarsdótir í Hestablaðinu

26. september 2012 kl. 11:14

Rúna Einarsdóttir ásamt dóttur sinni Önnu Bryndísi Zingsheim.

Hún átti hug og hjörtu hestamanna og breytti ásýnd hestasýninga með góðu fordæmi, snyrtimennsku og prúðmannlegri reiðmennsku.

Metnaður hvers þjálfara ætti að vera sá að laða fram kosti hestsins með lagni,“ segir Rúna Einarsdóttir, sem er í viðtali í Hestablaðinu, sem kemur út á morgun, 27. september.

Rúna átti hug og hjörtu hestamanna á Íslandi á árunum kringum 1990 og breytti ásýnd hestasýninga með góðu fordæmi í snyrtimennsku og prúðmannlegri reiðmennsku. Hún er nú flutt heim eftir tveggja áratuga vist í Þýskalandi, þar sem hún giftist hinum þekkta knapa og hestamanni Karly Zingsheim. Saman byggðu þau upp gæsilegt hrossabú, Forstwald. Þau skildu fyrr á þessu ári en Rúna og dóttir hennar Anna Bryndís búa nú í Garðabænum. Rúna lenti í bílslysi skömmu eftir heimkomuna og má ekki fara á hestbak fyrr en á næsta ári.

Lesið viðtal við Rúnu Einarsdóttur í Hestablaðinu. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511-6622.