laugardagur, 15. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rúmlega 500 kynbótarhross í dóm

Jens Einarsson
28. júní 2010 kl. 10:34

1500 kynbótahross sýnd í fyrra

278 kynbótahross hafa hlotið fullnaðardóm það sem af er ári. 239 til viðbótar eru skráð á þrjár kynbótasýningar sem haldnar verða nú í vikunni: Í Víðidal í Reykjavík, Gaddstaðaflötum við Hellu og á Vindheimamelum í Skagafirði. Alls 517 hross, eða um þriðjungur þess fjölda sem hlotið hefur fullnaðardóm undanfarin ár. Landsmótsárið 2008 hlutu 1509 hross fullnaðardóm. Í fyrra hlutu 1460 hross fullnaðardóm.

Þá má geta þess að í tilkynningu frá fagráði fyrr í sumar var eigendum stóðhesta sem náð hafa lágmörkum fyrir afkvæmi boðið að sýna þá á kynbótasýningum í sumar. Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur, segir að ennþá hafi enginn sýnt því áhuga, enda takmörkuð auglýsing að sýna afkvæmahópa á litlum héraðssýningum. Þess skal getið að nokkrar kynbótasýningar verða haldnar á landinu í lok júlí og í ágúst.