miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rúðuþurrkunar fuku af bílnum

2. júlí 2014 kl. 08:43

Þó verðið sé vont nú muna mætir menn eftir fyrri illiviðrishátíðum með bros á vör!

Ógleymanlegar minningar af Landsmótum.

„Ég man mjög vel eftir Landsmótinu árið 1970. Sér í lagi fyrir það ofsaveður sem þá gerði. Ég var þá í sumarbústað niðri í Grafningi og þegar ég var að aka á mótsstað fuku rúðuþurrkurnar af bílnum,“ segir Kári Arnórsson fv. formaður LH, og hlær að minningunni.

Landsmótið það ár er honum einnig minnisstætt fyrir fleiri sakir. „Á þessu móti kom fram hestur sem maður gleymir aldrei. Það var Stjarni frá Svignaskarði,jafnan kallaður Súper Stjarni. Hann gerði mikla lukku fyrir fótaburð sem þó var ekki jafn mikill þá eins og menn eiga að venjast í dag,“ lýsir Kári. Þetta árið vann einnig Blossi frá Aðalbóli A-flokk gæðinga. „Það var Sigurður Magnússon, fullorðinn bóndi ofan úr Húnavatnssýslu, sem reið Blossa til sigurs,“ segir Kári og bendir á að landsmótið 1970 hafi jafnframt verið úrtökumót fyrir fyrsta heimsmeistaramót íslenska hestsins sem haldið var á Aegidienberg í Þýskalandi, búgarði Walters Feldmann eldri. „Þeir Stjarni og Blossi fóru báðir utan til að keppa fyrir Íslands hönd,“ segir Kári og bætir við að sjálfur hafi hann eignast hryssu undan Blossa. „Sú hét Fjöður og eru öll mín hross komin undan henni.“

Landsmót hestamanna vekur upp sérstakar kenndir hjá hestamönnum. Hjá sumum er það stemninginí brekkunni og félagsskapurinn sem stendur upp úr meðan aðrir muna best eftir þeim frábæru hestum sem komu í brautina. Í 6. Tbl. Eiðfaxa rifja nokkrir hestamenn upp ógleymanlegar minningar af Landsmótum.

Blaðið má nálgast á netinu hér. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is. Í vikunni verður boðið upp á sérstakt landsmótstilboð af nýjum áskriftum!