þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rosalega hágengur í Firðinum

27. janúar 2011 kl. 18:53

Kolfinnur frá Sólheimatungu, knapi Jón Gíslason.

Kolfinnur frá Sólheimatungu

Undanfarnar vikur hefur ungur foli vakið athygli í Sörla í Hafnarfirði. Þakka margir fyrir að hátt sé til lofts undir hafnfirskum himni, en hafa þó nokkrar áhyggjur af að folinn muni rota sig ef honum fatast takturinn. Svo hágengur er hann.

Foli þessi, sem er á fimmta vetur, heitir Kolfinnur frá Sólheimatungu og er undan Segli frá Sörlatungu og Finnu frá Sólheimatungu, Kolfinnsdóttur frá Kjarnholtum. Hann er í þjálfun hjá Jóni Gíslasyni, sem nú temur í Sörla, en hann á hestinn ásamt Róberti Veigari Ketel, Sigurði Tryggva Sigurðssyni og Jörundi Jökulssyni.