fimmtudagur, 20. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rómantík gömlu hrossastofnanna

Stina Helmerson, Jens Ei
5. júlí 2012 kl. 08:00

Nökkvi frá Hólmi

Gunnar Bjarnason var hrossaræktarráðurnautur um miðja síðustu öld. Hann var ákafur talsmaður skyldleikaræktar og sannfærður um að skyldleikarækt væri besta aðferðin til að varðveita góða eiginleika í stofnum.

 

Þá voru í landinu nokkrar þekktar hestaættir, sem Gunnar skilgreindi sem afmarkaða hrossastofna. Þeir helstu voru Svaðastaðastofninn, Hindisvíkurstofninn og Horna- fjarðarstofninn. Hross frá bæjum, til dæmis í Skagafirði og Horna- firði, voru einnig skilgreind með sérstakan stofn eða ætt, svo sem Kolkuós og Árnanes. Auk- in þekking í búvísindum leiddi hins vegar í ljós að það var ekki skyldleikaræktin sem var ástæð- an fyrir gæðum stofnanna, held- ur úrvalið. Það er að segja hross- in sem menn völdu til ræktunar. Enda sigldi ræktun þessara hópa í strand. Enn í dag er þó ræktunarfólk sem hefur brenn- andi áhuga á að viðhalda blóði gömlu stofnanna, þótt ekki sé með þeirri hörðu skyldleikarækt sem áður tíðkaðist. Má þar nefna frænkurnar Söru Ástþórsdóttur og Hrefnu Maríu Ómarsdóttur á Álfhólum í Vestur-Landeyjum, sem ásamt mæðrum sínum, Sig- ríði og Rósu Valdimarsdætrum, rækta hross út af Nökkva 260 frá Hólmi í Hornafirði í bland við Kolkuósshross.

Meira í nýjasta tölublaði Hestablaðsins.
Áskriftarsíminn er 511 6622.