mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Röðun hrossa klár

19. júní 2015 kl. 18:19

Aukasýning verður á Kjóavöllum.

Aukasýning verður á Kjóavöllum á svæði hestamannafélags Spretts dagana 22. - 24. júní 2015.

Dómar hefjast kl. 13:00 mánudaginn 22. júní. Yfirlitssýning verður miðvikudaginn 24. júní. Alls eru 48 hross skráð til dóms.

Búið er að birta hollaröðun á vef RML og má nálgast hana með því að smella á hnappinn „Kynbótasýningar“ hægra megin á forsíðunni. Einnig má velja "Röðun hrossa á kynbótasýningum" undir Búfjárrækt/Hrossarækt. 

Eigendur og sýnendur eru beðnir um að mæta tímanlega með hrossin til dóms þannig að dómstörf gangi sem greiðast fyrir sig og tímasetningar haldist sem best.

Röðun hrossa er hér.