mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Röðull í nýju hlutverki

1. júlí 2014 kl. 18:50

Vilborg María Ísleifsdóttir og Röðull frá Kálfholti

Ungur nemur, gamall temur.

Vilborg María Ísleifsdóttir og Röðull frá Kálfholti áttu góðan dag og komust í milliriðla í unglingaflokki. Vilborg María er dóttir Ísleifs Jónassonar en hann sat Röðul sem sigraði B-flokk gæðinga eftirminnilega hér á Gaddstaðaflötum árið 2008. Röðull er nú orðinn 17 vetra og hefur fengið nýtt hlutverk.

,,Hann hefur kennt mér alveg helling, sem ég nýti mér þegar ég þarf að eiga við aðra hesta. Hann er ekki auðveldasti hestur í heimi,” segir Vilborg. Röðull er mikill höfðingi og skemmtilegur hestur sem skilar því sem knapinn biður um að sögn Vilborgar. Þau eru með markmiðin sín alveg á hreinu og stefna ótrauð á A-úrslit.