miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Röð ræktunarbússýninga

26. júní 2012 kl. 17:28

Röð ræktunarbússýninga

"Sýningar ræktunarbúa skipa heiðurssess á landsmótum hestamanna og á LM2012 í Reykjavík verður engin breyting þar á. Ræktunarbúin eru á dagskrá mótsins föstudagskvöldið 29. júní milli kl. 21:00 og 22:00 og áhorfendum verður boðið að velja bestu ræktunarbússýninguna með símakosningu. Það ræktunarbú sem flest atkvæði hlýtur ávinnur sér þann heiður að koma fram á laugardagskvöldinu í skemmtidagskrá kvöldvöku," segir í fréttatilkynningu frá landsmóti en atkvæði fimm manna dómnefndar og fagnaðarláta úr brekkunum gilda til jafns við símakosningu.

 
Röð sýninga ræktunarbúanna verður sem hér segir.
1.       Efri-Rauðalækur
2.       Syðri-Gegnishólar
3.       Koltursey
4.       Auðsholtshjáleiga
5.       Eystra-Fróðholt
6.       Austurkot
7.       Álfhólar
8.       Vatnsleysa
9.       Blesastaðir 1a
10.   Kjartansstaðir
11.   Kirkjubær
12.   Flugumýri