mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Róbert í svaka tölur

27. júlí 2012 kl. 13:44

Róbert í svaka tölur

Róbert Bergmann var rétt í þessu að ljúka sýningu sinni á henni Brynju frá Bakkakoti og hlutu þau 7,63 í einkunn. Svaka flott einkunn enda góð sýning hjá þeim Róberti og Brynju. Gústaf Ásgeir mætti að Tenór frá Túnsbergi og leysti það vel úr hendi en þeir hlutu 6,87 í einkunn.

Brakandi blíða er hér á Gaddstaðaflötum en úti er 18 stiga hiti og glampandi sól þó fer lognið ansi hratt yfir í augnablikinu.

Efstu fimm sem stendur:

1. Róbert Bergmann Brynja frá Bakkakoti 7,63 +
2. Hrönn Kjartansdóttir Sproti frá Gili 6,93
2. Ásdís Ósk Elvarsdóttir Lárus frá Syðra-Skörðugili 6,93 +
4. Gústaf Ásgeir Hinriksson Tenór frá Túnsbergi 6,87
5. Jóhanna Margrét Snorradóttir Rá frá Melabergi 6,67