miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ríkharður efstur

24. mars 2014 kl. 17:44

Ríkharður Flemming og Leggur frá Flögu Mynd: Hestamannafélagið Sörli

Úrslit frá úrtökunni fyrir þá Allra sterkustu

Úrtaka fyrir þá Allra sterkustu fór fram í Skautahöllinni á laugardagskvöldið var. Alls voru það 22 knapar sem freistuðu þess að næla sér í sæti á Ístöltinu þann 5. apríl n.k. Vitanlega var einungis riðin forkeppni og gekk þetta litla mót afar vel í Laugardalnum. 

Hér fyrir neðan má sjá niðurstöður úrtökunnar en ekki er hægt að segja nákvæmlega hversu margir þessara knapa komast á svellið þann 5. apríl, en að öllum líkindum þau 6-8 efstu.

Ljóst er að mótið þann 5.4. n.k. verður afar sterkt, enda hafa boðsknaparnir, Íslandsmeistara, Landsmótssigurvegarar, Knapar ársins o.s.frv. þegið boðið og nú bættust sterkir töltarar við í úrtökunni. 

TöLT T3
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Aðildafélag knapa Einkunn
1 Ríkharður Flemming Jensen  Leggur frá Flögu  Sprettur 7,50
2 Siguroddur Pétursson Hrynur frá Hrísdal Snæfellingur 7,33
3 Gústaf Ásgeir Hinriksson Fjölnir frá Akureyri Fákur 7,10
4 Lena Zielinski Hrísey frá Langholtsparti Geysir 7,07
5 Kári Steinsson Binný frá Björgum Fákur 6,87
6-7 Vilfríður Sæþórsdóttir Óson frá Bakka Fákur 6,67
6-7 Sigurður Sigurðarson Tindur frá Jaðri Geysir 6,67
8 Logi Laxdal Arna frá Skipaskaga Fákur 6,63
9 Matthías Leó Matthíasson Kyndill frá Leirubakka Sleipnir 6,53
10-11 Örn Karlsson Óðinn frá Ingólfshvoli Ljúfur 6,50
10-11 Skúli Ævarr Steinsson Ýmir frá Lágafelli Sleipnir 6,50
12 Ástríður Magnúsdóttir Rá frá Naustanesi Stígandi 6,30
13 Arnar Ingi Lúðvíksson Eir frá Búðardal Sóti 6,20
14 Gunnar Sturluson Hrókur frá Flugumýri II Snæfellingur 6,17
15 Sólon Morthens Kátur frá Efsta-Dal II Logi 6,13
16 Tinna Rut Jónsdóttir Hemla frá Strönd I Máni 6,10
17-18 Herdís Rútsdóttir Piparmey frá Efra-Hvoli Geysir 5,93
17-18 Hrefna Hallgrímsdóttir Penni frá Sólheimum Fákur 5,93
19 Erlendur Ari Óskarsson Tígull frá Bjarnastöðum Fákur 5,90
20 Stefnir Guðmundsson Bjarkar frá Blesastöðum 1A Sörli 4,83
21 Finnur Bessi Svavarsson Glaumur frá Hafnarfirði Sörli 3,73
22 Steinn Haukur Hauksson Hreimur frá Kvistum Fákur 0,00