laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ríðum í Reykholt Höskuldi til heiðurs -

7. júní 2011 kl. 15:42

Ríðum í Reykholt Höskuldi til heiðurs -

17. júní 2011 verður hestamönnum eftirminnilegur fyrir fleiri sakir en þær að vera þjóðhátíðar dagur okkar. Þennan dag verður nefnilega vígt „Höskuldargerði“ í Reykholti í Borgarfirði...

Þennan dag ætla hestamenn að hópast með reiðskjóta sína í Borgarfjörðinn og ríða annaðhvort frá Gróf eða Hofstöðum í Reykholt og sitja þar messu en að henni lokinni verður vígt Höskuldargerði og afhjúpaður minnisvarði um höfðingjann og hestamanninn Höskuld á Hofstöðum. Höskuldur var heiðursfélagi í Félagi tamningamanna, hestamannafélaginu Faxa og Landssambandi hestamannafélaga og munu þessir aðilar koma að samkomunni með sveitungum hans og vinum.