þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Riðu til fermingar

10. júní 2019 kl. 12:20

Á leið til fermingar

Skemmtileg frétt norðan úr Eyjafirði af þremur ungum hestakonum

Hestamennska snýst ekki eingöngu um kynbótasýningar og keppni, heldur á hún sér margar hliðar. Skemmtileg frétt barst til Eiðfaxa norðan úr Eyjafirði þar sem þrjár vinkonur voru fermdar í Möðruvallarkirkju í gær á Hvítasunnudag. Þær riðu frá bænum Björg í Hörgárdal og eftir athöfnina riðu þær að sjálfsögðu til baka. 

 Það var Séra Oddur Bjarni prestur í Möðruvallarkrikju sem fermdi stúlkurnar en þær eru. Aldís Arna Óttarsdóttir á hryssunni Mósu, Auður Karen Auðbjörnsdóttir á hryssunni Maren og Margrét Ásta Hreinsdóttir og Tvistur

Þessar fyrirmyndar stúlkur stunda allar hestamennsku af miklum áhuga og eru í hestamannafélaginu Létti á Akureyri. Þær njóta þess að ríða út og fara í rekstra og ferðalög á hestum og eru einnig duglegar að keppa á mótum á vegum Léttis.