mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Riðu Flosagötur

23. ágúst 2016 kl. 12:00

Félagarnir á áfangastað Mynd tekin af Facebook síðu Hermanns

Þrekvirki Hermanns, Hákons og Friðbjarnar.

Hermann Árnason og félagar hans Hákon Petursson og Friðbjörn Garðarson náðu að færa sönnur þess að Flosi og hans menn riðu frá Svínafelli að Þríhyrningshálsum árið 1011 en mikið lá við þar sem átt iað hefna Höskuldar Hvítanesgoða og koma sonum Njáls að óvörum. 

Þeir Hermann, Hákon og Friðbjörn riðu Flosagötu frá sunnudags morgni til miðaftans á mánudegi (36 tíma) en samkvæmt gps riðu þeir 221 km. sem er jafnframt styssta leiðin. 

Hermann þakkar hrossum sínum fyrir þetta þrekvirki "Hetjur þessa leiðangurs eru hrossin mín 11 sem ég skaffaði í þessa ferð og sönnuðu fyrir mér tryggð, dugnað og vináttu. Takk kæru vinir."